top of page

Hlutverk fyrirtækisins

"

Fyrirtækið er verktakafyrirtæki í mannvirkjagerð með áherslu á viðhaldverkefni og byggingu minni og meðalstórra mannvirkja fyrir almenning og opinberar stofnanir. Starfsvettvangur er Norðausturland. Umsvif fyrirtækisins aukast og minnka eftir eðli og umfangi verkefna þess hverju sinni.

Gæðastefna

  1. Fyrirtækið ræðst aðeins í verkefni sem hæfa færni, þekkingu og hæfni starfsmanna og að það geti tryggt yfirráð yfir viðeigandi innviðum.

  2. Fyrirtækið leggur áherslu á að rýna þarfir og væntingar viðskiptavinarins í upphafi verks, góð og upplýsandi samskipti meðan á framkvæmdum stendur og ánægju hans að verki loknu. Það er ekkert í aðgerðum né athöfnum fyrirtækisins sem kemur viðskiptavininum á óvart.

  3. Starfsmenn fyrirtækisins hljóta þjálfun og búa yfir hæfni til þeirra verkefna sem fyrirtækið tekur að sér. Stjórnendur þekkja og efla hæfni starfsmanna og úthluta þeim verkefnum við hæfi á hverjum tíma. Starfsmenn starfa við öruggar og umhverfisvænar aðstæður og njóta kjara eins og best gerist í sambærilegu rekstrarumhverfi.

  4. Fyrirtækið leitar árlega uppi hættur og gerir áhættumat fyrir öryggi og umhverfi starfsmanna og starfseminnar í heild með hliðsjón af stöðlunum ISO 14001:2004 og OHSAS 18001.

  5. Stjórnendur fyrirtækisins vinna að uppbyggingu gæðastjórnunar með hliðsjón af ISO 9001:2008 og tryggja góða meðvitund starfsmanna og viðskiptavina um áætlanir sínar.

  6. Stjórnendur þekkja lög og reglur er varðar rekstur og rekstrarumhverfi fyrirtækisins og leitast við að rýna sérhvert verkefni og upplýsa og leiðbeina starfsmönnum til löglegra athafna.

bottom of page