top of page

Saga Þ.S. verktaka

Vorið 1978 hóf Þröstur Stefánsson sjálfstæðan rekstur með kaupum á sinni fyrstu jarðýtu í samvinnu við móðurbróður sinn, Jón Víði Einarsson á Hvanná. Árið 1980 keypti Þröstur fyrsta vörubílinn. Á þessum árum var mesta vinnan á sumarin þannig að Þröstur var á sjó á veturna allt fram til haustsins 1987. Veturinn 1987-88 var fyrsti veturinn sem Þröstur gerði út.

Haustið 1989 byrjaði Þröstur í snjómokstri hjá Vegagerðinni. Hann var þá á einum bíl með allt Fljótsdalshéraðið en það var ekki opnað svo oft í þá daga eins og er í dag.

Árið 1990 keypti Þröstur nýja jarðýtu og réði þá mann tímabundið yfir sumarið á hana.

Árið 1991 kom eiginkonan, Guðný Margrét Hjaltadóttir til skjalanna og fór að sjá um bókhaldið.

Fyrsti heilsársstarfsmaðurinn var ráðinn 1996, Sigurður Jónsson, og ári síðar Hrólfur Árni Jónsson en hann er verkstjóri hjá fyrirtækinu í dag.

Næstu ár stækkaði fyrirtækið jafnt og þétt og árið 2000 var Þ.S. Verktakar ehf. stofnað. Sama ár var starfssemin flutt á verkstæðið að Miðási 8-10, en reksturinn hafði áður verið gerður út frá bílskúrnum á Koltröð 24.

Árið 2003 var skrifstofan færð frá heimilinu að Sólvöllum 5 upp á verkstæði og bætt við hálfsdagsstarfi á skrifstofuna.

Fyrirtækið vinnur bæði á fyrirtækja- og neytendamarkaði.

Í dag starfa hjá fyrirtækinu 15 heilsárstarfsmenn en allt að 20 – 25 á sumrin.

Ýmsar myndir í gegnum árin

Smellið á myndina og notið örvatakkan til að fletta

bottom of page