top of page
Search

Undirstöður fyrir Kröflulínu 3 á Fljótsdalsheiði

Í lok október var lokið við tveggja ára verkefni við undirstöður fyrir Kröflulínu 3 frá Fljótsdalsstöð yfir að Jökulsá á Dal, niður hjá Klausturseli.

Stæður voru 66 og þar af voru 4 staðsteyptar með alls 500m^3 af steypu.

Settar voru niður 129 forsteyptar undirstöður, 41 staghella og 208 bergfestur. Í kringum allt þetta var svo lögð jarðbinding sem var alls 8.500 m.

Lagður var tæplega 26 km. langur slóði, undir hann voru sett niður um 360 m. af ræsum.

Plön við stæður voru um 70.


Verkið hófst í júlí 2019 Fljótsdalsmeginn og var unnið fram í nóvember það ár en þá þurfti að hætta vegna snjóa, þetta tímabil einkenndist af þoku og rigningu. Byrjað var aftur í verkinu þegar snjóa leysti í byrjun maí en þá var byrjað Jökuldalsmeginn en vegna þungs vetur var ennþá snjór á há heiðinni. Vinnuaðstæður árið 2020 voru mun betri en þá var þurrt og sólríkt og unnið alveg fram í október, en seinasta tækið var sóttu upp á heiðina þann 30 október.


Verkið var unnið í góðu samstarfi við MVA á Egilsstöðum sem sáu um smíða- og steypuvinnu, og Skútaberg á Akureyri sem boruðu bergfestur og sprengdu og möluðu efni í slóðina. Gistihúsið á Skjóldólfsstöðum sá um að hýsa mannskapinn um tíma og gefa þeim gott að borða og einnig fengum við góðan mat frá N1.


Hér fyrir neðan er hægt að fletta í gegnum alskonar myndir frá verkinu (ekki í neinni tímaröð).


437 views

Comments


bottom of page